Site icon Útvarp Saga

Könnun: Telja umboðsmann Alþingis sinna lögbundnu hlutverki sínu mjög illa

Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis – samsett mynd

Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sgögu telja umboðsmann Alþingis sinna lögbundnu hlutverki sínu mjög illa. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni tvo síðustu sólarhringa.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt:

Hversu vel eða illa telur þú að umboðsmaður Alþingis sinni lögboðnu hlutverki sínu?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Mjög illa 43,1%

Frekar illa 18,6%

Í meðallagi 17,8%

Mjög vel 10,5%

Frekar vel 9,9%

Alls tóku 505 þátt í könnuninni

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla