Site icon Útvarp Saga

Kristersson hyllir WHO – ræddi „framtíðarfaraldra“

Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar t.h. tók hamingjusamur á móti Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO, t.v. í heimsókn til Svíþjóðar (mynd skjáskot Twitter).

Ríkisstjórn Svíþjóðar ræddi „forvarnir gegn heimsfaraldri og heilsuógnum í framtíðinni“ við Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO.

Svíþjóð var gestgjafi fyrir óformlegum fundi þróunaraðstoðarráðherra ESB-ríkjanna 8.-9. mars. Með á fundinum var Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO. Sænska ríkisstjórnin skrifar í fréttatilkynningu:

„Á vinnukvöldverði þann 8. mars með Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, er búist við að þróunaraðstoðarráðherrarnir ræði einnig um störf í þágu alþjóðlegrar heilsu.“

Hyllir marxistann Tedros Ghebreyesus

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar hyllir forstjóri WHO á Twitter:

„Þakka þér Tedros Adhanom Ghebreyesus fyrir mikilvægt starf WHO að vernda og efla heilsu heimsins. Mikilvæg umræða um heilsufarsástandið í Úkraínu, viðbrögðin við jarðskjálfta fyrir íbúa Tyrklands og Sýrlands og forvarnir gegn heimsfaraldri og heilsuógnum í framtíðinni.“

Glóbalistarnir hjá WHO vinna núna að alþjóðlegum „faraldurssáttmála“ með því yfirlýsta markmiði að takast á við „heimsfaraldra í framtíðinni.“ Sagt er að um sé að ræða „sögulegt framtak“ sem „muni gera heiminn öruggari.“ Heimurinn hefur hins vegar reynslu af tilraunum WHO að svipta ríki heims fullveldi sínu í heilbrigðismálum og koma á einræði WHO í heiminum á því sviði.

Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem er yfirlýstur andglóbalisti, batt enda á aðild Bandaríkjanna að WHO. Trump fullyrti meðal annars að einræðisríki kommúnista, Kína, stjórni WHO og hafi beitt stofnuninni til að „afvegaleiða heiminn“ um Covid-19. Strax þegar Joe Biden varð forseti árið 2021 tók hann Bandaríkin aftur inn í WHO, sem styrkti WHO að nýju. WHO undir forystu Tedros Adhanom Ghebreyesus vill fá alræðisvald í heiminum varðandi heimsfaraldra. Bill Gates er annar stærsti fjárstuðningsaðili WHO. Aðeins Þýskaland borgar hærri upphæð.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla