Site icon Útvarp Saga

Landspítala var ekki gert viðvart um gerlamengun

Hvorki Heilbrigðiseftirlitið, Veitur né borgaryfirvöld gerðu Landspítala viðvart um að neysluvatn innihéldi jarðvegsgerla yfir leyfilegum mörkum þegar mengunarinnar varð vart. Fram kemur á fésbókarsíðu Landspítalans að stjórnendur spítalans hafi fyrst heyrt af gerlamenguninni í fjölmiðlum líkt og aðrir landsmenn þrátt fyrir að tekið væri sérstaklega fram í tilkynningum að þeir sem veikir væru fyrir þyrftu að gæta varúðar. Ekki hafa fengist skýringar á hvers vegna Landspítalanum var ekki gert viðvart og enn er óljóst hvort, hvernig og þá hvenær aðrir spítalar og hjúkrunarheimili hafi fengið viðhlítandi upplýsingar um mengunina. Í tilkynningunni á fésbókarsíðu spítalans eru starfsmenn jafnframt beðnir um að sjóða allt neysluvatn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla