Site icon Útvarp Saga

Leggur fram tillögu um að starfsemi Félagsbústaða verði skoðuð ofan í kjölinn

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.

Fyrsta tillaga sem Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins ætlar að leggja fram, snýr að því að skoða starfsemi Félagsbústaða ofan í kjölinn.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kolbrúnar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar.
Kolbrún bendir á að margvíslegar ábendingar hafi borist frá almenningi sem gefi tilefni til að fara yfir starfsemina „ég ætla óska eftir því við innri endurskoðanda Reykjavíkur að skoða starfsemina, fara ofan í reksturinn, leiguverðið sem hefur í einhverjum tilvikum hefur verið að hækka, hvernig viðhaldsmálum er háttað, launamál stjórnenda og einnig stjórnarhætti“, segir Kolbrún.
Kolbrún segir að dæmi séu um að leigjendur hjá Félagsbústöðum búi við heilsuspillandi skilyrði „og þetta er jafnvel fólk með börn og það gengur auðvitað ekki“ segir Kolbrún.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-a-18.6.18.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla