Site icon Útvarp Saga

Lögregla leitar að tveimur mönnum eftir sprengingu í bílskúr við Skipholt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna eftir öfluga sprengingu sem varð í bílskúr við Skipholt fyrr í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru þrír menn í skúrnum og flúðu tveir mannanna af vettvangi eftir sprenginguna og hefur lögregla eðli málsins samkvæmt ástæðu til að ætla að mennirnir hafi slasast við sprenginguna. Ekki liggur fyrir um hvort mennirnir séu íslenskir eða af erlendu bergi brotnir en þeir eru taldir vera á þrítugsaldri. Grunur leikur á að gaskútur sem var staðsettur inni í skúrnum hafi sprungið með fyrrgreindum afleiðingum, en töluverður eldur braust út í kjölfar sprengingunnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla