Site icon Útvarp Saga

„Lögreglumenn eru að leggja parket á blauta steypu á degi hverjum“

Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna.

Þær aðstæður sem lögreglumönnum er ætlað að búa við í starfi skapa oftar en ekki aðstæður sem líkja má við hina umdeildu parketlagningu í Orkuveituhúsinu um árið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Snorri segir lögreglumenn vera orðna langþreytta á niðurskurði til löggæslumála sem verði til þess að þeim sé ætlað að vinna verkefni sem sé alls ekki hægt miðað við það fjámagn sem úthlutað sé þar sem bæði tæki og tól vanti “ auðvitað væri þægilegt að hafa samfélagið þannig að hér væru engir glæpir eða vandamál þar sem lögreglu þyrfti til þess að skakka leikinn, en það er bara ekki þannig og á meðan svo er ekki þá þarf þetta bara einfaldlega bara að vera í lagi, við verðum að geta unnið og án afskipta, og svo við tökum einhverja samlíkingu þá er þetta eins og með smiðinn í Orkuveituhúsinu sem var skipað að leggja parket á gólf sem hann vissi að það þýddi ekki að leggja parket á„,segir Snorri.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/morgunþáttur-b-7.9.17.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla