Site icon Útvarp Saga

Loka aðgengi að gosstöðvunum á morgun vegna slæmrar veðurspár

Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu um að aðgengi að gosstöðvunum verði lokað á morgun vegna slæmrar veðurspár á svæðinu. Lokunun tekur gildi klukkan fimm í fyrramálið og stendur þar til tilkynnt verði um annað eða þar til staðan verður endurmetin.

Ekkert ferðaveður verður á svæðinu, hvorki fyrir gangandi, keyrandi eða hjólandi umferð. Samkvæmt veðurspá verður mikil rigning og hvassviðri á svæðinu allt að 18 metrar á sekúndu.

Talsvert fjölmenni hefur verið á gosstöðvunum í dag og vonast lögreglan til að þeir sem hafi ætlað á morgun drífi sig í dag eða bíði þar til veðrinu slotar, enda sé lítil hætta á að fólk missi af gosinu, enda sé það nýhafið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla