Site icon Útvarp Saga

„Menn ættu að hætta að amast við bílaeign borgarbúa“

Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur.

Mikilvægt er að hafa allar gerðir umferðar í huga þegar kemur að skipulagi borgarinnar og taka tillit til ólíkra þarfa borgarbúa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Jóns Bragasonar sanfræðings og lögfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Björn segir umræðuna um samgöngumál vera of einhæfa og of mikið sé einblínt á reiðjólaumferð og almenningssamgöngur “ þorri fólks vill bara vera á sínum bíl og menn ættu að hætta að amast við því, ég held reyndar að það sé einkenni á stjórnlyndum stjórnmálamönnum alls staðar að þeir munu amast við því alls staðar að fólk eigi bíl vegna þess að það gerir fólki kleift að stjórna ferðum sínum„,segir Björn Jón.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-a-21.9.17.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla