Site icon Útvarp Saga

Merkel neitaði Erdogan um pólitískt hæli

haukur16Angela Merkel kanslari Þýskalands neitaði Erdogan forseta Tyrklands um pólitískt hæli þegar reynt var að steypa honum af stóli í valdaránstilraun á dögunum. Þetta kom fram í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Rússlandi en Haukur var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær. Haukur segir að á meðan valdaránstilrauninni stóð hafi forsetaflugvél Erdogans sveimað yfir Tyrklandi og aðstoðarmenn hans gert tilraun til þess að sækja um hæli fyrir forsetann í Þýskalandi “ hann ætlaði að sækja um pólitískt hæli og flugvélin ætlaði að fljúga yfir á þýskt landssvæði og Merkel í stuttu máli neitar Erdogan um pólitískt hæli, sem er mjög köld og blaut tuska framan í mann sem er í algerri neyð og sem átti að heita einn besti vinur Evrópusambandsins„,segir Haukur.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/haukur17816.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla