Site icon Útvarp Saga

Mikilvægast að standa með sjálfum sér

Sturla Jónsson atvinnubílstjóri og mótmælandi.

Það mikilvægasta sem hver einstaklingur gerir er að standa með sjálfum sér og berjast fyrir réttindum sínum hverju sem á dynur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sturlu Jónssonar, vörubílstjóra og mótmælanda í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Sturla sem var mjög áberandi í Búsáhaldabyltingunni rifjaði í þættinum upp hrunið og mótmælin sem því tengdust, og þeirri baráttu við óréttlætið í kerfinu sem Sturla ákvað að hefja. Sturla segir að enn í dag sé fólk að mæta afleiðingum hrunsins “ það er enn verið að taka eignir af fólki, kerfið hefur ekkert breyst hvað það varðar„,segir Sturla. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/hádegisviðtalið-8.10.18.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla