Site icon Útvarp Saga

Fagmenn leiðbeina viðskiptavinum í Múrbúðinni

Kári Steinar Lúthersson framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar

Það eru ekki margar verslanir sem geta státað af því að hafa fagmenn í múrverki og málningarvinnu við afgreiðsluborðið til þess að ráðleggja viðskiptavinum um vörurnar sem þeir kaupa.

Það er þó að finna í Múrbúðinni slíka fagmenn sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum faglega þjónustu.

Kári Steinar Lúthersson framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar sem var gestur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag segir það mikið atriði að búa að því að hafa fagmenn við störf

enda þekkja þeir vörurnar afar vel og geta ráðlagt viðskiptavinum okkar um hvað hentar best í það verk sem þeir eru að takast á við og hvernig standa eigi að málum, viðskiptavinirnir eru því mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/Hádegisviðtalið-Kári-Steinar-Lúthersson-15.10.19.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla