Site icon Útvarp Saga

Myndskeið af ferðum Birnu Brjánsdóttur

birnabrjansmyndbandLögreglan hefur sent frá sér myndskeið á vefsvæði lögreglunnar á Youtube þar sem Birna Brjánsdóttir sem leitað hefur verið að frá því á laugardag sést ganga upp Laugaveginn til móts við Kirkjuhúsið, þar sem síðast sást til hennar, en á móti Kirkjuhúsinu eru skemmtistaðirnir Dillon og Boston sem báðir voru opnir á þeim tíma sem Birnar var þar á ferð. Fram kom á blaðamannafundi lögreglu síðdegis að ekki séu til frekari myndskeið úr einni af eftirlitsmyndavélum lögreglu þar sem vélin hafi ekki farið í gang. Því er ekki vitað hvort Birna hafi farið niður Vatnsstíg eða áfram upp Laugaveginn. Rétt er að árétta að allir þeir sem telja sig búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu eru beðnir að hafa samband við lögreglu. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til þess að sjá myndskeið lögreglunnar af ferðum Birnu Brjánsdóttur.

Smelltu hér til þess að skoða myndskeið

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla