Site icon Útvarp Saga

Niðurstöður um minni þorskgengd staðfestir ónákvæmar rannsóknaðferðir Hafró

Jón Kristjánsson fiskifræðingur.

Niðurstöður nýafstaðins svokallaðs togararalls Hafrannsóknarstofnunar um minni þorksgengd eru í raun gleðifréttir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Kristjánssonar fiskifræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.  Jón segir að ástæðan fyrir því að niðurstöðurnar séu gleðiefni séu í raun sáraeinföld “ þetta þýðir að þeim hefur orðið fótaskortur í fyrri mælingum sem síðan staðfestir að mælingarnar eru afar ónákvæmar„,segir Jón. Jón segir erfitt þó að taka á málinu “ það er búið að telja mönnum trú um að ef Hafró fái ekki að stjórna veiðunum þá sé alltaf sú hætta fyrir hendi að menn klári fiskinn í sjónum, þetta er arfavitlaust og það þorir enginn að taka á þessu því þetta er drifið áfram af svo miklum hagsmunum, staðreyndin er sú að mannskepnan er ekki eina tegundin sem hefur áhrif nema að litlu leyti á fiskistofna, það sem er að gerast í hafinu er að fisktegundir, hvalir, seli og fleiri dýr éta hvort annað eins og eðlilegt er„,segir Jón.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-b-24.4.18.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla