Site icon Útvarp Saga

Notendaráð heilbrigðisþjónustu skipað í fyrsta sinn

Willum Þór Þórsson Heilbrigðisráðherra hefur skipað notendaráð heilbrigðisþjónustu. Ráðið er skipað samkvæmt tilnefningum sjúklingasamtaka og er tilgangur þess að tryggja að sjónarmið notenda séu höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku um atriði sem varða hagsmuni sjúklinga innan heilbrigðisstofnana.

Þetta er í fyrsta sinn sem notendaráð heilbrigðisþjónustu er skipað en ákvæði um ráðið og hlutverk þess var bundið í lög með breytingum á lögum um heilbrigðisþjónustu sem samþykktar voru á Alþingi í júní síðastliðnum.

Í notendaráði sitja sjö fulltrúar notenda sem sjúklingasamtök tilnefna, auk varamanna. Notendaráði er ætlað að veita forstjórum heilbrigðisstofnana og stjórn, þegar það á við, ráðgjöf og aðhald með virku samráði til að tryggja að sjónarmið notenda komi til skoðunar við ákvarðanatöku um skipulag og rekstur heilbrigðisstofnana. Þannig skal yfirstjórn heilbrigðisstofnunar tryggja samráð við notendaráðið við ákvarðanatöku um atriði er varða hagsmuni sjúklinga innan viðkomandi heilbrigðisstofnunar.

Fulltrúar í notendaráði eru skipaðir til tveggja ára í senn. Gert er ráð fyrir að það verði breytilegt frá einum tíma til annars hvaða sjúklingafélög eigi fulltrúa í ráðinu.

Ráðið er þannig skipað:

Varamenn

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla