Site icon Útvarp Saga

Öfgar segja andlegt ofbeldi og brandara hluta af nauðgunarmenningunni – Vilja ekki upplýsa um samstarf hópsins við skóla

Þær Ólöf Tara,Hulda Hrund og Ninna Karla eru talskonur hópsins Öfga

Andlegt ofbeldi og strokur eru meðal þess sem fellur undir hugtakið nauðgunarmenning að mati forsvarskvenna samtakanna Öfga en talskonur samtakanna þær Ólöf Tara, Ninna Karla og Hulda hrund voru gestir Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag.

Þær segja hugtakið nauðgunarmenning spanni mjög vítt svið og að hugtakið sé ekki eingöngu gjörðin að nauðga, margt geti fallið þar undir, t,d brandarar um nauðgun og lítillækkun kvenna á kynferðislegum sviðum, þá sé hin margumtalaða klefamenning hluti af nauðgunarmenningu.

Eins og flestir vita hefur mörgum þótt hópurinn ganga afar hart fram gagnvart þekktum einstaklingum sem þær segja sjálfar að þær hafi aldrei nafngreint með ásökunum um brot af ýmsu tagi gegn konum. Þó má sjá á Instagram síðu hópsins nöfn þjóðþekktra einstaklinga án þess þó að þau nöfn séu sett fram í sömu andrá og brot séu nefnd, en þar eru nöfnin sett fram í óljósu samhengi við efni síðunnar.

Gera sér fulla grein fyrir þeim skaða sem umfjöllun getur valdið einstaklingum

Þær segja að þeir þjóðþekktu einstaklingar sem hafa verið oft nefndir í tengslum við baráttu hópsins hafi sjálfir stigið fram eftir frásagnir sem hafa birst og þær hafi aldrei nafngreint þá. Aðspurðar um hvort þær geri sér grein fyrir hversu miklu tjóni það geti valdið fyrir einstaklinga að vera ekki valdir í landslið vegna umfjöllunar hópsins um meint brot gegn konum segja þær að þær geri sér vissulega grein fyrir því.

það má líka segja að það séu ekki sjálfsögð mannréttindi að fá að spila í landsliði heldur forréttindi og ef þú brýtur af þér þá er sjálfsagt að þú missir þessi forréttindi“ segja þær.

Spurðar um kynferðisbrotamálið á Bessastöðum

Aðspurðar um hvers vegna þær hafi ekki látið til sín taka varðandi meint kynferðisbrotamál sem upp kom á Bessastöðum þar sem tvær konur og einn karl hafi sagst hafa orðið fyrir áreiti af hálfu manns úr starfsliði forseta, segja þær að allar þeirra umfjallanir um mál byggist alfarið á vilja meintra þolenda og að þær fari aldrei fram með mál nema með fullu samþykki þeirra sem telji á sér brotið og að því hafi þær ekki enn fjallað um meint kynferðisbrot sem sagt var að hafi átt sér stað á Bessastöðum meðal starfsmanna, þar hafi þolendur einfaldlega ekki sett sig í samband við hópinn.

Vilja ekki upplýsa um samstarf hópsins við skóla

Fram kom í viðtalinu að hópurinn sé meðal annars í samstarfi við skóla en segjast aðspurðar ekki geta greint frá því hvernig það samstarf kom til eða í hverju það felst. Þá vildu þær heldur ekki upplýsa um hvort um væri að ræða grunnskóla eða framhaldsskóla og segja samstarfið vera á byrjunarstigi.

Segja menn seka þrátt fyrir þá grundvallarreglu réttarríkisins um að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð

Þeirra skoðun er sú að það eigi undantekningalaust að trúa þolendum og að menn séu sekir um leið og þeir hafi brotið af sér, en eins og flestum er kunnugt gerir réttarkerfið ráð fyrir að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð, en slíka sönnunarbyrði skal bera frammi fyrir dómi.

jafnvel þó málið þitt fari ekki í gegn þá ertu samt ekki saklaus“ segja þær talskonur Öfga.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/viðtal-öfgar-12.10.21.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla