Site icon Útvarp Saga

Óttast að mótmælin í París breiðist út og verði harðari

Yfirvöld í Frakklandi óttast að mótmæli almennings fyrir bættum lífskjörum kunni að breiðast út og verða enn harðari en hingað til. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Einars Más Jónssonar söguprófessors í þættinum Annað Ísland sem var á dagskrá í dag. Einar sem búsettur er í Sorbonne í Frakklandi segir að dæmi séu þegar um að mótmæli séu víða en í París, það er að segja í minni bæjum og að óttast sé hvert framhaldið verður “ menn óttast mjög að næsta laugardag verði mótmælt og þau mótmæli muni verða enn harðari en áður„,segir Einar. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/annað-ísland-a-6.12.18.mp3?_=1

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/annað-ísland-b-6.12.18.mp3?_=2

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla