Site icon Útvarp Saga

Óvissa um kjördag að breytast í pólitíska kreppu

Vígdís 23Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir að óvissa um hvort og þá hvenær kosið verði í haust sé að leiða til pólitískrar kreppu. Vigdís sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í vikunni bendir á að óvissan um fyrirhugaðar kosningar sé afar óheppileg fyrir margra hluta sakir „ það er verið að boða hér nýja flokka inn á sjónarsviðið, fleiri en einn og fleiri en tvo og það er mjög óþægilegt fyrir ný stjórnmálaöfl að vera að koma inn á sjónarsviðið, ætla sér kannski að bjóða upp á lista í öllum kjördæmum og ekki vitað hvenær kosningarnar eru, þá er allt skipulag nýrra stjórnmálaflokka mjög erfitt að þessu leyti„,segir Vigdís.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/vigdis19716.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla