Site icon Útvarp Saga

Plastagnir finnast í svissneskum fjöllum – Talið að vindur beri plastið langar leiðir

Fyrsta stóra rannsóknin sem gerð hefur verið á á útbreiðslu míkróplastagna sýnir að plastagnir finnast í meirihluta sýna eða allt að 90% sýna sem tekin hafa verið í háum svissneskum fjöllum.

Vísindamenn hafa af þessu talsverðar áhyggjur einkum vegna þess að í Sviss er nær allt plast sett til endurvinnslu og því ætti í raun ekki að vera mikið plastmagn finnanlegt á þeim slóðum og sér í lagi ekki úti í náttúrunni. Þetta hefur leitt vísindamenn að þeim kenningum að vindur geti borið plastagnir langar leiðir, en hvort um það sé að ræða í þessu tilviki er ekki hægt að fullyrða án frekari rannsókna.

Plast í náttúrunni er sívaxandi vandamál og þá er plast í hafi sértækt og að mörgu leyti enn stærra vandamál því þar á plast greiða leið inn í fæðukeðju manna og dýra og er nú svo komið að plast í náttúrunni er talið geta ógnað fæðuörygginu og hafa vísindamenn þegar varað við að staðan sé einmitt sú. Gerðar hafa verið rannsóknir á hvort plast hafi borist inn í fæðukeðju manna og hafa niðurstöður leitt í ljós að plastagnir eru að finna í fjölda matar og drykkjarvara en þó ekki í slíku magni að talin sé ástæða til að vara við neyslu þessara vara.

Vísindamenn hafa talsverðar áhyggjur af því að eitt helsta efnið sem finna má í landfyllingum víða um heim, þar á meðal hér á landi er plast en í landfyllingar er gjarnan notað sorp sem ekki telst endurvinnslutækt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla