Site icon Útvarp Saga

Gera ráð fyrir 2,5 milljarða rekstrarafgangi

Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024 var lagt fram í borgarstjórn í dag. Í tilkynningu segir að áætlunin geri ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða jákvæðri rekstrarniðurstöðu árið 2020, en jákvæð niðurstaða samstæðu er áætluð um 13 milljarðar króna eftir fjármagnsliði.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir mikilvægt að í þeim samdrætti sem nú sé í efnahagslífinu að vera á varðbergi í fjármálastjórn borgarinnar

“ Við mætum samdrætti með traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja“ segir Dagur.


Hann segir stór skref verða stigin við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að ný verkefni á sviði velferðar verði áberandi eins og innleiðing NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur.

Þá erum við að fjármagna metnaðarfulla uppbyggingu íþróttamannvirkja, ekki síst í Breiðholti og Úlfarsárdal. Fjármögnun Borgarlínu hefur verið tryggð með samgöngusamningi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu við ríkið. Laugavegur verður gerður að varanlegri göngugötu og Hlemm-torg verður endurgert á næstu árum. Ný jarð- og gasgerðarstöð tekur til starfa og söfnun lífræns úrgangs frá heimilum verður innleidd í áföngum og við förum í alþjóðlega skipulagssamkeppni um Samgöngumiðstöð Reykjavíkur við BSÍ. Grænar áherslur eru gegnumgangandi og loftslagsmál ávallt í forgrunni.“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla