Site icon Útvarp Saga

Atvinnuleysi á Suðurnesjum að mestu til komið vegna hruns í flugferðum – Gríðarlegt högg fyrir svæðið

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar

Erfiðleikar Icelandair og hrun í alþjóðaflugi er mikið reiðarslag fyrir Reykjanesbæ og rekja má mikla aukningu á atvinnuleysi á Suðurnesjum beint til erfiðleika flugreksturs í kjölfar farsóttarinnar.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kjartans Má Kjartanssonar bæjarstjóra í Reykjanesbæ í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Hann segir atvinnleysið gríðarlegt á Suðurnesjum

þær tölur sem ég hef undir höndum er að nú sé atvinnuleysið hér 28% og það eru ansi margar vinnandi hendur„.

Aðspurður í hvaða greinum atvinnuleysið sé mest segir Kjartan:

þetta er mestmegnis starfsmenn sem hafa haft atvinnu beint eða óbeint af starfsemi Keflavíkurflugvallar og flugumferðinni um alþjóðavöllinn, og það eru þá flugstéttir, atvinnuflugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar, svo auðvitað aðrar stéttir, starfsmenn á verkstæðum, flugeldhúsi, þetta eru mjög margar stéttir og margir hópar„.

Vonbrigði að Vinstri grænir hafi fellt fyrirhugaðar framkvæmdir NATO á Suðurnesjum


Í Morgunblaðinu í dag kom fram að fyrirhugaðar 12 – 18 milljarða verkframkvæmdir á svæðinu hafi mætt andstöðu Vinstri grænna í utanríkismálanefnd og málið fellt og því verði ekkert af þeim framkvæmdum. Kjartan segir það mikil vonbrigði

okkur finnst þetta miður, við hefðum svo sannarlega þurft á þessu að halda að geta skapað hér hundruði starfa í tengslum við slíkar framkvæmdir„,segir Kjartan.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/viðtal-kjartan-már-kjartansson-14-maí.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla