Site icon Útvarp Saga

Ríkisstjórnin getur sett lög gegn launahækkunum ráðherra og æðstu embættismanna

Ríkisstjónin getur og hefur tækifæri til þess að geta sett lög gegn launahækkunum ráðherra og æðstu embættismanna og til eru fordæmi fyrir slíku. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Smára Egilssonar formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins og ritstjóra Samstöðvarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Gunnar Smári segir að ekki fari saman það sem stjórnvöld ætlist til þess að almenningur eigi að sætta sig við og sú hækkun sem ráðherrar og æðstu embættismenn þjóðarinnar fái í sinn hlut þegar kemur að launahækkunum. Fyrir áramót hafi verið gerðir kjarasamningar þar sem laun lægst launuðu hafi hækkað mest eða sem hafi verið um 43 þúsund króna hækkun, önnur laun hafi svo hækkað um 6,5% en aldrei um hærri fjárhæð heldur en 66 þúsund þannig þegar menn voru komnir upp í 800 þúsund hafi verið flöt krónutala eftir það.

Þiggja háa launahækkun en halda launahækkunum almennings niðri

Nú sé það hins vegar svo að til stendur að hækka laun ráðherra og æðstu ráðamanna, þar á meðal ríkissáttasemjara sem lagði mikla áherslu á að halda launahækkunum almennings niðri og hins vegar Seðlabankastjóra sem hafi skammað verkalýðshreyfinguna sem hafi krafist og fengið óhóflegar launahækkanir.

Gunnar bendir á að Seðlabankastjóri hafi á sínum tíma sagst vera ánægður með kjarasamningana þar sem þeir myndu ekki stuðla að verðbólgu en núna sé sami Seðlabankastjóri að halda því fram að kjarasamningarnir séu verðbólguvaldur.

„laun þessa fólks hækkar hins vegar margfallt meira en láglaunafólkið fékk eða um þrefalda þá hækkun og rúmlega tvöfalda hækkun millitekjuhópanna“segir Gunnar.

Ráðherrar og embættismenn geta staðið af sér verðbólguna án launahækkana

Hann bendir á að í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra hafi hún lækkað laun æðstu embættismanna og sett það viðmið að enginn embættismaður væri með hærri laun en forsætisráðherra og því geti ríkisstjórnin nú einfaldlega sett lög þannig að af fyrirhuguðum hækkunum verði ekki.

Hann segir það skjóta skökku við að á meðan þess er krafist af hálfu stjórnvalda að almenningur herði sultarólarnar vegna efnahagsstefnu stjórnvalda sem valdi verðbólgunni en á sama tíma ætli þessi sömu stjórnvöld að taka við slíkri launahækkun sem raun ber vitni.

„og þetta gera þeir á meðan það er algjörlega augljóst að ef það er einhver hópur sem geti staðið af sér verðbólguna þá eru það ráðherrarnir númer eitt svo Seðlabankastjóri, ríkissáttasemjari og þingmennirnir og þar fram eftir götunum“

Ríkisstjórnin lítur stórt á sig og þau telja sig svo mikilvæg

Aðspurður um hvers vegna Gunnar telji að þau ætli sér að taka þessar launahækkanir segir hann“

„Þau telja sig svo mikilvæg að það sem þau vilja sé ofar þeim rökum sem við höfum rætt hér, t,d um að sýna gott fordæmi og þess háttar, þau telja einfaldlega að þau eigi allt gott skilið því þau hafi staðið sig svo vel að eigin mati, hafi staðið að þessari frábæru ráðstefnu í Hörpu, séu svo reffileg á velli að þau telji sig eiga skilið hærri laun, ég held að það sé bara þannig“ segir Gunnar Smári.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla