Site icon Útvarp Saga

Sádi Arabar vísa ólöglegum innflytjendum úr landi

Sádi Arabar munu á næstu misserum vísa fimm milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Þetta kemur fram í dagblaðinu Arab Times. Í umfjölluninni um málið segir að í júlí hafi runnið út frestur sem yfirvöld í landinu hafi gefið ólöglegum innflytjendum til þess að yfirgefa landið af fúsum og frjálsum vilja. Talið er að um 600 þúsund ólöglegir innflytjendur hafi þegar yfirgefið landið að tilmælum stjórnvalda og að um fimm milljónir séu enn í landinu. Vaxandi atvinnuleysi í landinu er meðal þeirra ástæðna að yfirvöld ákváðu að fara í aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og taka þar með á ólöglegu vinnuafli.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla