Site icon Útvarp Saga

Sækja lækningavörur frá Kína

Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið við Icelandair um að sækja pöntun af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn til Kína. Búnaðurinn var pantaður fyrir nokkru síðan, þegar ljóst var hvað í stefndi vegna COVID-19 heimsfaraldursins. 

Enginn skortur hefur verið hér á landi á hlífðarbúnaði, en með þessu verkefni er verið að tryggja ábyrga birgðastöðu á þessum mikilvægu vörum fyrir sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir hér á landi meðan á faraldrinum stendur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Góð samvinna hefur verið um þetta verkefni milli heilbrigðisyfirvalda, almannavarna, Icelandair og utanríkisráðuneytisins. Sendiráð Íslands í Kína hefur unnið að því í samráði við yfirvöld hér heima að festa kaup á þessum vörum og tryggja leyfi fyrir útflutningi og sendiráð Kína á Íslandi hefur einnig veitt góða aðstoð við þetta verkefni. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla