Site icon Útvarp Saga

Samkeppniseftirlitið varar við frumvarpi um undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum

Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér umsögn vegna frumvarps sem gerir ráð fyrir að kjötafurðarstöðvar fái undanþágur frá samkeppnislögum.

Meðal efni frumvarpsins er að kjötafurðastöðvum verði meðal annars heimilt að hafa með sér verðsamráð, þeim verði heimilað að sameinast án takmarkana, og þeim verði veitt fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda, smásala og neytenda.

Við þessu varar Samkeppniseftirlitið í umsögn sinni og þar segir meðal annars:

Með frumvarpinu eru felldar niður varnir sem
samkeppnislög búa bændum og neytendum, án þess að aðrar haldbærar varnir komi í staðinn.
Afleiðingar þess verða að öllum líkindum eftirfarandi:

Þá gerir Samkeppniseftirlitið alvarlegar athugasemdir við það hlutverk sem því er ætlað í eftirliti
með framleiðendafélögum, samkvæmt breyttu frumvarpi. Umrætt eftirlit, eins og því er lýst,
fellur ekki að annarri starfsemi eftirlitsins og ætti betur heima hjá öðrum stjórnvöldum. Auk þess
er eftirlitið þýðingarlaust, þar frumvarpið kveður ekki á um nein konar úrræði af hálfu eftirlitsins.
Þá blasir við þetta eftirlit getur með engum hætti komið í veg fyrir það samfélagslega tjón sem
leiða mun af hinu breytta frumvarpi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla