Site icon Útvarp Saga

Segir að allir íslendingar ættu að kaupa hlut í WOW air

Gísli Guðmundsson konsúll Suður Kóreu.

Það væri hagstætt fyrir íslendinga ef allir gætu sameinast og keypt örsmáan hlut í flugfélaginu WOW air og bjarga félaginu frá því að lenda í höndum erlendra fjárfesta. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gísla Guðmundssonar Konsúls Suður Kóreu og fyrrverandi stjórnarformanns Leifsstöðvar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar. Gísli segir markaðssetningu WOW air vera snjalla og því mikilvægt að halda félaginu í eigu íslendinga „ það færi best á því enda er ferðaþjónustan vaxandi atvinnugrein„,segir Gísli. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-b-12.9.18.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla