Site icon Útvarp Saga

Segir bruðlað með ríkisfé

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Bruðlað er með ríkisfé og forgangsröðun þegar ráðstafa á fjármunum ríkisins til verkefna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Inga bendir á að á meðan ungur drengur sem glími við taugahrörnunarsjúkdóm fái ekki lífsnauðsynleg lyf sé ausið miklum fjármunum í lítilfjörleg verkefni “ hann fær ekki lyf sem kosta 50 milljónir því það þykir of dýrt, en á sama tíma þykir það ekki dýrt að ausa 50 milljónum í skoðanakönnun hvort klára eigi stjórnarskrána, það er bruðlað hér og bruðlað með ríkisfé, fjármuni almennings„,segir Inga.

 

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-a-5.6.18.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla