Site icon Útvarp Saga

Segir eldri borgurum oft sýnd mikil lítilsvirðing

Wilhelm Wessman eldri borgari og fyrrverandi hótelráðgjafi.

Það vill oft verða þannig að komið sé fram við eldri borgara af vanvirðingu og framkoma í þeirra garð ekki til fyrirmyndar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Wilhelms Wessman eldri borgara og fyrrverandi hótelráðgjafa í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Wilhelm bendir á hvernig til dæmis orðið ellilífeyrir hafi neikvæða vísun í garð eldri borgara “ þetta er orð sem ég neita að nota því þetta eru eftirlaun, ekki ölmusa, með þessu orðið er verið að vísa til þess að við séum í raun einhverjir sveitarómagar, byrði á kerfinu„. Þá bendir Wilhelm á hvernig ráðskast sé með lífeyissjóðina “ þetta er eign fólksins og það á bara enginn neitt með það að ráðskast með þetta fé, það þarf að breyta þessu kerfi svo það liggi alveg skýrt fyrir að fólkið í landinu á þetta og enginn annar, það er alveg voðalega mikið af fólki sem ekki skilur þetta„. Hlusta má á þátinn í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/hádegisviðtalið-7.2.19.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla