Site icon Útvarp Saga

Segir heimsendaspár eingöngu til þess fallnar að valda vanlíðan og kvíða

Sævar Helgi Bragason vísindamaður.

Heimsendaspámönnum er gefið of mikið pláss í umræðunni í stað þess að fá fram sjónarmið vísindamanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sævars Helga Bragasonar vísindamanns í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Sævar segir að slíkar spár vera algjörlega úr lausu lofti gripnar og vera í raun afar skaðlegar “ þær verða eingöngu til þess að valda ótta og kvíða, maður hefur náttúrulega misst af öllum þessum heimsendum sem hefur verið spáð og maður er alveg hættur að kippa sér upp við að einhver sé að spá slíku en þetta hefur til dæmis áhrif á börn og þess vegna er það bara ábyrgðarhluti af fjölmiðlum að skrifa fréttir um svona rugl og mér finnst að þeir ættu bara hreinlega að hætta því vegna þess að það er ekkert á bak við þetta og það er yfirleitt verið að gefa einhverjum rugludöllum athygli sem þeir eiga ekki skilið„,segir Sævar.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/morgunþáttur-a-11.10.17.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla