Site icon Útvarp Saga

Segir ríkisstjórnina reyna að gera sem minnst til að komast af sem lengst

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður og varaformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.

Ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins gerði samkomulag í upphafi að gera sem minnst á kjörtímabilinu í þeim tilgangi að komast af sem lengst. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Braga Sveinssonar þingmanns og nýkjörins varaformanns Miðflokksins, og fyrrverandi utanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Gunnar segir að þetta megi sjá til dæmis með afstöðu Vinstri grænna um veru Íslands í Nato og aðgerðir Nato í Sýrlandi „ og þegar er ákvörðun hefur verið tekin að gera sem minnst þá gerist það að kerfið fer að stjórna sér sjálft, og þegar ég tala um kerfið á ég við allt kerfið, hið opinbera, lífeyrissjóðina og allt þetta bix, þegar þú ert með andstæða póla eins og vinstri og hægri í stjórn þá er það þetta sem gerist„,segir Gunnar.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-b-23.4.18.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla