Site icon Útvarp Saga

Segir út í hött að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum

Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi.

Það er út í hött að ætla að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis á Vogi í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Þórarinn bendir á máli sínu til stuðnings að áfengi geti alls ekki talist venjuleg neysluvara “ þetta er efni sem getur til dæmis valdið fósturskaða og við myndum ekki setja efni sem veldur fósturskaða í matvöruverslanir er það?“,spyr Þórarinn. Þórarinn segir þau rök að það að setja áfengi í matvöruverslanir til þess að auðvelda ferðamönnum aðgengi að því ekki halda vatni „ við erum bara eins og nágrannaþjóðirnar, við erum með bjór og vín og það er hægt að nálgast það á auðveldan hátt, það er alveg óþarfi að ota þessu að mönnum„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla