Site icon Útvarp Saga

Sérreglur, veik stjórnsýsla og óskýr löggjöf í málefnum hælisleitenda er stórt vandamál

Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur,þingmaður Flokks fólksins og formaður Orkan Okkar

Sérreglur, veik stjórnsýsla og óskýr löggjöf er mjög stórt vandamál þegar kemur að málefnum hælisleitenda og veldur því að hér ríkir sá vandi sem blasir við. Mál safnast upp, fólki sem vísað hefur verið úr landi kemur jafn harðan til baka og svo má lengi telja. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eyjólfs Ármannssonar þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Eyjólfur segir að ofan á allt þetta bætist svo hefðbundið íslenskt fúsk sem valdi því meðal annars að fólki sem vísað hafi verið úr landi sé jafnvel komið til baka á undan þeim lögreglumönnum sem fylgdi fólkinu úr landi og komið á aftur á framfæri íslenskra skattgreiðenda.

Hann segir að ekkert annað ríki í Evrópu myndi láta bjóða sér annað eins. Aðspurður um hvort dómsmálaráðherra sem reynt hefur að taka á þessum málum hafi næilegan stuðning samráðherra sinna í ljósi þess að velferðaráðherra hafi fordæmt þau orð dómsmálráðherra að í málaflokknum ríkti stjórnleysi, segir Eyjólfur að hann botni eiginilega ekkert í þessari ríkisstjórn.

„þetta er furðulegasta ríkisstjórn sem ég hef vitað um og það er augljóst að hún sé bara til þess að hanga á völdunum og stefnuleysið sé algjört og ég veit það fyrir víst að í áttundu grein útlendingafrumvarps dómsmálráðherra er bara málamiðlunarákvæði sem er bara fúsk og það tókst ekki að taka út þessar sérreglur um tólf mánaða regluna, það var ekki vilji til þess og ætli VG hafi ekki staðið á móti því“ segir Eyjólfur.

Þá bendir Eyjólfur á að það sé óboðlegt að ekki séu neinar búðir fyrir það fólk sem stendur til að vísa úr landi. Það sé því sett í gæsluvarðhald í fangelsum landsins sem séu þegar yfirfull og ekki á þau bætandi. Það sé afleiðing af því stjórnleysi sem ríki í þessum málum. Auk þess sem þetta sé til dæmis hluti af þeim mikla kostnaði sem þessi málaflokkur kosti Íslendinga árlega, það sé kostnaður sem sé gjörsamlega farinn úr böndunum, þá sé ljóst að fjölga þurfi stöðugildum hjá Útlendingastofnun verulega til þess að afgreiða umsóknir sem auki enn á kostnaðinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla