Site icon Útvarp Saga

Sigríður Andersen: „Hælisleitendur sækja í svarta atvinnustarfsemi“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Taka þarf á þeim þáttum í samfélaginu sem freistar hælisleitenda sem koma hingað til lands eins og svartri atvinnustarfsemi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Sigríður segir þegar átak vera hafið til þess að sporna við slíkri starfsemi “ nú er lögreglan að fara í gang með átak þar sem farið verður í fyrirtæki og þessi mál könnuð, hverjir það eru sem eru jafnvel að laða til sín fólk, og það er auðvitað verið að skoða það með hvaða hætti fólk fer í þessa svörtu vinnu hjá þessum fyrirtækjum, það liggur alveg fyrir að það getur svo haft alls kyns óæskilegar afleiðingar burtséð frá kostnaði íslenskra skattborgara vegna hælisleitenda, þetta auðvitað grefur undan vinnumarkaðnum og réttindum verkafólks, og getur gefið færi á að hér fari að grassera mansal„,segir Sigríður.

Brýn nauðsyn að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna

Sigríður segir að einnig þurfi að stytta málsmeðferðartímann og þegar sé hafin vinna til þess að ná því markmiði, með því að ráða fleira starfsfólk og greina hraðar hvers eðlis þær umsóknir sem berist séu. Hún segir að sérstaklega þurfi að hraða málsmeðferð tilhæfulausra umsókna, en Sigríður segir þó að þegar afgreiðslu umsóknanna sé lokið sé ekki búið að klára málin “ svo þarf að koma fólkinu úr landinu og það getur tekið dágóða stund, einkum og sér í lagi ef fólk er ekki með skilríki, þá hafa þessi eigin lönd jafnvel neitað að taka við þessu fólki„,segir Sigríður.
https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-a-15.8.17.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla