Site icon Útvarp Saga

Ekki nægt matvælaöryggi á Íslandi – Þurfum að hafa skýra þjóðaröryggisstefnu um birgðastöðu

Það er ekki nægt matvælaöryggi hér á landi og það þarf skýra þjóðaröryggisstefnu hvað birgðastöðu í landinu varðar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu og sveitarstjórnaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sigurður segir að hér þurfi að auka fjölbreytileika í vöruúrvali, hefja stórframleiðslu á repju, sem hægt sé að vinna úr eldsneyti og fæðu, bæði fyrir dýr og menn. Þá segir Sigurður það koma vel til greina að styðja betur við grænmetisframleiðendur til dæmis með að lækka dreifikostnað á raforku

það hefur verið þróun á verri veginn hvað dreifikostnað varðar en það er vel hægt að lækka þetta og við stefnum að því og ætlum að lækka þennan kostnað„,segir Sigurður.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/file/viðtal-sigurður-ingi-2-apríl.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla