Site icon Útvarp Saga

Símatíminn: „Vísindarannsókn“ Eyrúnar Eyþórsdóttur og Kristínar Loftsdóttur dæmi um akademíska misnotkun

Frétt Morgunblaðsins um meinta „vísindarannsókn“ Eyrúnar Eyþórsdóttur lektors við Háskólann á Akureyri og Kristínar Loftsdóttur prófessors í mannfræði við Háskóla Íslands hefur vakið undrun, en í greininni þar sem fjallað er um „vísindarannsókn“ Eyrúnar og Kristínar er sagt frá því að í rannsókninni sé fullyrt að tilteknir stjórnmálaflokkar hafi aðgang að Útvarpi Sögu og dreifi þar hatursáróðri. 


Námskeið Eyrúnar í lögreglufræðum


Í símatímanum í dag ræddu Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson um „vísindarannsóknina“ og sögðu þetta gott dæmi um hvernig vísindin er misnotuð í pólitískum tilgangi.

Í þættinum ræddu þau meðal annars um námskeið á vegum Eyrúnar sem nemendur í lögreglufræðum sækja, en óhætt er að segja að lýsingin um námskeiðið sem birt er á heimasíðu Háskólans á Akureyri fái flest hugsandi fólk til að reka upp stór augu, ekki síst í ljósi þess að Eyrún er fyrrum varaþingmaður Vinstri grænna en í lýsingunni segir meðal annars

Í námskeiðinu er fjallað um hugtökin illsku og hatur út frá kenningum félagsvísinda. Illska og hatur verða meðal annars skoðuð út frá málefnum samtímans, eins og uppgangi hægri öfgaafla og þátttöku ungmenna í hryðjuverkum (ISIS) og fortíðinni með því að fjalla um þjóðarmorð eins og Helförina og voðaverkin í Rúanda og í löndum fyrrum Júgóslavíu á tíunda áratugnum. Þá verður rýnt í ólík sjónarmið varðandi haturstjáningu og því velt upp hvort hún leiði alltaf til eða stuðli að hatursglæpum. Í því tilliti verður hnattvæðing haturs í skoðuð. Loks verður fjallað um þjóðernishyggju, sem sett er í samhengi við uppgang þjóðernis-popúlisma í Evrópu og margbreytileika fólks. Hluti námskeiðsins fer fram í Gyðingasafninu í Oświęcum í Póllandi og innan girðinga Auschwitz-Birkenau, fyrrum útrýmingar- og vinnubúða nasista. Í þeim hluta námskeiðsins sem fer fram í Póllandi verður fjallað um hvaða samfélagslegu þættir gerðu það að verkum að fjöldi Þjóðverja tók beinan og óbeinan þátt í tilraun til útrýmingar gyðinga, auk fólks með fötlun, hinsegin fólki og Róma-fólks á tímum seinni heimstyrjaldarinnar

Hlusta má á símatímann í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/spjallið-18-des.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla