Site icon Útvarp Saga

Vilja efla eftirlit með fiskveiðum verulega

Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lokaskýrslu sína þar sem farið er yfir þau atriði sem snúa að eftirliti með fiskveiðiauðlindinni. Verkefnastjórnin var skipuð í mars 2019 í þeim tilgangi að fjalla um þær athugasemdir og ábendingar sem komu fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í desember 2018 um Eftirlit Fiskistofu og gera tillögur um úrbætur í rekstri Fiskistofu einkum er varðar verklag og áherslur er snúa að eftirlitshlutverki hennar.

Enn fremur var verkefnastjórninni ætlað það hlutverk að meta fjárþörf Fiskistofu til að hún geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt lögum og að lokum að setja fram ábendingar um nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem varða hlutverk og viðfangsefni stofnunarinnar til að tryggja skilvirkni í störfum hennar.

Þá skipaði Ráðherra samráðshóp til að styðja við starf verkefnastjórnarinnar með fulltrúum allra þingflokka á Alþingi, stofnana og helstu hagaðila í sjávarútvegi til ráðgjafar um hvernig bæta megi eftirlit með nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar.

Niðurstöður verkefnastjórnar og tillögur voru þessar:

Smelltu hér til þess að lesa skýrsluna

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla