Site icon Útvarp Saga

Skelfilegt ástand á skepnum á Nýjabæ í Bæjarsveit – Horaðar skepnurnar hafðar í drullusvaði með lítinn aðgang að heyi

Hér má sjá nautgripi sem eru hafðir í hólfi sem er orðið eitt drullusvað

Nokkuð hefur verið fjallað um skelfilegt dýraníð í Borgarfirði að undanfönu þar sem mat manna sem til þekkja er að MAST hafi brugðist allt of seint við ábendingum um vægast sagt skuggalegan aðbúnað dýranna og þá hafi eigendurnir, bændurnir að Nýjabæ í Bæjarsveit þau Kristinn Reynisson og unnusta hans Jenný Ósk Vignisdóttir og móðir hennar Þórunn Björg Bjarnadóttir aðeins verið svipt hluta af þeim dýrum sem þau halda.

Aðbúnaður og meðferðin á skepnunum hafa lítið sem ekkert batnað og þessa dagana hefur fólk miklar áhyggjur af horuðum nautgripum sem standa úti í drullusvaði í frostinu og hafa lítinn aðgang að heyi. Þá herme fregnir að ástandið á sauðfé sem fólkið heldur sé síst skárra.

Útvarp Saga hafði samband við Matvælastofnun og óskaði eftir útskýringum á því hvers vegna stofnunin hafi brugðist svo seint við málinu og einnig hvers vegna enn væru skepnur á bænum þrátt fyrir að aðbúnaður á bænum væri ekki skepnum bjóðandi og bryti í bága við dýraverndarlög. Í svari Matvælastofnunar kom fram stofnun gæti ekki tjáð sig um einstök mál og óskað væri eftir því að Útvarp Saga sendi fyrirspurnir með tölvupósti. Enn er beðið eftir ásættanlegum svörum frá stofnuninni.

Steinunn Árnadóttir hestaeigandi sem fylgst hefur með búskapnum á Nýjabæ segir í samtali við Útvarp Sögu að ástandið hreint út sagt óhuggulegt og segir að hún telji að einhverjir af þeim nautgripum sem eftir eru eigi ekki langt eftir ólifað. Hún segir að hey sem þeim sé gefið sé af svo skornum skammti að það rétt dugi til þess að dýrin standi í lappirnar en lítið meir en svo.

Lengi vel voru hrossin höfð inni og fengu enga hreyfingu, talið er að þau hafi ekki fengið að fara út í allt að þrjú ár.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla