Site icon Útvarp Saga

Skipað í ráðgjafarnefnd Landspítala

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Landspítalanum ráðgjafarnefnd til næstu fjögurra ára. Formaður nefndarinnar er Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands.

Í nefndinni eru níu aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin verður forstjóra og framkvæmdastjórn „til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans“.

Nefndin fjalla meðal annars um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans.

Tengsl spítalans við þjóðfélagið efld og áhrif notenda þjónustunnar aukin.

Í erindisbréfi sem nefndarmönnum hefur verið afhent segir meðal annars að tilgangur með starfsemi nefndarinnar sé að efla tengsl Landspítala við þjóðfélagið og möguleika notenda þjónustunnar til að hafa áhrif á starfsemi og þjónustu Landspítala.

Aðalmenn eru:

Varamenn eru:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla