Site icon Útvarp Saga

Skipað í stýrihóp um byggðamál

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur skipað fulltrúa í stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál. Hlutverk stýrihópsins verður að efla samhæfingu innan Stjórnarráðsins í málefnum sem snúa að byggðamálum og tryggja virkt samráð við sveitarstjórnarstigið í þessum málaflokki.
Í stýrihópnum eiga sæti fulltrúar allra ráðuneyta og fulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga auk áheyrnarfulltrúa frá Byggðastofnun og landshlutasamtökum sveitarfélaga. Hópurinn vinnur út frá þeirri skilgreiningu að byggðamál séu öll þau viðfangsefni sem hafi áhrif á lífsgæði og samkeppnishæfni landshluta, s.s. búsetu, atvinnu og nýsköpun.
Þau snúi að eflingu samfélaga, félagsauðs, atvinnulífs, menntunar, menningar, velferðarmála, samgangna og fjarskipta. Samkvæmt þessari skilgreiningu, sem og lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir landshluta, eru byggðamál viðfangsefni allra ráðuneyta með einhverjum hætti og ná til alls landsins.

Meðal verkefna stýrihópsins verður:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla