Site icon Útvarp Saga

Skipverjarnir yfirheyrðir í nótt

skipidSkipverjarnir þrír sem voru handteknir um borð í togaranum Polar Nanoq í dag og fyrr í kvöld verða yfirheyrðir í nótt. Togarinn kom til hafnar í Hafnarfirði í kvöld en lögregla hafði girt af svæðið þar sem togarinn lagðist við bryggju. Skipverjarnir sem taldir eru tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því aðfararnótt laugardags voru færðir í land fyrir stundu og voru fluttir á lögreglustöð þar sem þeir verða yfirheyrðir. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var þeim boðið að tjá sig um sakarefnið um borð í togaranum en kusu að gera það ekki. Lögreglan þarf svo að taka afstöðu til þess hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir tveimur mannanna fyrir hádegi á morgun en afstaða til gæsluvarðhalds yfir þriðja manninum þarf ekki að liggja fyrir fyrr en kl.22:00 annað kvöld þar sem hann var handtekinn síðar. Ekki fást upplýsingar að svo stöddu um hvert sakarefnið er.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla