Site icon Útvarp Saga

Skýrsla um stöðu og framtíð sveitarfélaga birt

Skýrsla um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga hefur verið afhent samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og birt á vefnum. Skýrsluna vann verkefnisstjórn sem þáverandi innanríkisráðherra skipaði í lok árs 2015. Var hlutverk hennar að greina sveitarstjórnarstigið og finna tækifæri og leiðir til að styrkja það.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, ráðgjafi hjá Ráðrík ehf. og fyrrverandi sveitarstjóri, fór fyrir verkefnisstjórninni en ásamt henni sátu í henni Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, skipuð af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála Háskóla Íslands, skipuð af innanríkisráðherra og Sigurður H. Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra. Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í ráðuneytinu, var starfsmaður verkefnisstjórnar. Þá aðstoðaði Tinna Dahl Christiansen, sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, verkefnisstjórnina við afmörkuð verkefni.
Verkefnisstjórnin fór yfir sögu íslenska sveitarstjórnarstigsins, kynnti sér reynslu Norðurlandanna á fækkun sveitarfélaga undanfarin misseri og átti víðtækt samráð við sveitarstjórnarfulltrúa og íbúa sveitarfélaga. Hélt verkefnisstjórnin alls 12 fundi auk funda með bakhópi og ellefu funda víða um land. Einnig leitaði verkefnisstjórnin til einstaklinga með ýmsa reynslu og þekkingu á sveitarstjórnarstiginu og er gerð grein fyrir þessum fundum í fylgiskjölum skýrslunnar.

Helstu niðurstöður eru meðal annars:

Þá setur verkefnisstjórnin fram tillögur og segir í skýrslunni að til þess að ná því markmiði að efla sveitarstjórnarstigið þurfi sveitarfélög að vera sjálfbærar þjónustu- og rekstrareiningar. Fækka þurfi sveitarfélögum og skilgreina verkefni sem sveitarfélag verði að geta sinnt eitt og óstutt. Tillögurnar eru eftirfarandi:
Jón Gunnarsson segir hér komið mikilvægt plagg sem nýtist við stefnumótun í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar um að efla byggð í landinu og efla sveitarfélög til dæmis með sameiningum. Næsta skref er að starfhópur tekur við keflinu og vinnur með tillögurnar áfram í samstarfi við ráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga og ynni stefnu í málefnum sveitarféaga til næstu ára.
Starfhópinn skipa: Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ sem er formaður hópsins, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, ráðgjafi hjá Ráðrík ehf., Steinunn María Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi í Fjallabyggð og ráðgjafi hópsins verður Magnús Karel Hannesson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Smelltu hér til þess að lesa skýrsluna

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla