Site icon Útvarp Saga

Skýrsla um stöðu umgengnisforeldra og barnafjölskyldna birt

Á fundi Velferðarvaktarinnar í vikunni voru kynntar niðurstöður rannsóknar á stöðu barnafjölskyldna sem deila ekki lögheimili saman. Velferðarvaktin og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stóðu að rannsókninni en Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd hennar.

Rannsóknin var unnin í samstarfi við Foreldrajafnrétti, sem veitti aðstoð við undirbúning og vinnslu rannsóknarinnar. Í undirbúningsferlinu var einnig leitað til embættis umboðsmanns barna, PEPP-Samtaka fólks í fátækt, Félagsráðgjafafélags Íslands og fleiri sérfræðinga. Markmiðið með rannsókninni var að reyna að varpa ljósi á aðstæður umgengnisforeldra og barna þegar kemur t.d. að umgengni, samskiptum og öðru sem lýtur að því að ala upp börn á tveimur heimilum. Rannsóknin náði til tilviljunarúrtaks foreldra sem ekki deila lögheimili með barni.

Siv Friðleifsdóttir formaður nefndarinnar segist vonast til þess að skýrslan nýtist til góðs og haldið verði málþing um efnið í haust.

„Við höfum vitað frekar lítið um stöðu þessa hóps og fögnum því góða samstarfi sem við áttum við Foreldrajafnrétti og fleiri aðila um rannsóknina. Við vonum að hún nýtist til góðs og gerum ráð fyrir að halda málþing í haust um niðurstöðurnar þar sem unnt verður að kryfja málin enn frekar. Hagsmunir barna eru í fyrirrúmi. Vitað er að góð samskipti og samvinna milli foreldra um uppeldi og mál barna þeirra hefur jákvæð áhrif á hagsmuni barnsins. Í þessu sambandi má nefna verkefnið Samvinna eftir skilnað, sem miðar að því að auðvelda börnum að komast í gegnum skilnað foreldra. Um er að ræða stafræn námskeið fyrir foreldra sem fjalla um hinar ýmsu breytingar og áskoranir í kjölfar skilnaðar.“

Í niðurstöðunum kom meðal annars fram:

Smelltu hér til þess að lesa skýrsluna

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla