Site icon Útvarp Saga

Soros flytur starfsemi sína frá Ungverjalandi

George Soros.

Auðkýfingurinn George Soros hefur ákveðið að stofnun hans Open Society Foundations flytji starfsemi sína frá Ungverjalandi til Þýskalands. Þetta segir í tilkynningu frá stofnuninni. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa um nokkra hríð deilt á Soros vegna fjármögnunar hans á komu flóttafólks til Evrópu. Samkvæmt tilkynningunni mun stofnunin á næstu vikum flytja starfsemi sína ásamt starfsmönnum frá Búdapest til Berlínar, en stofnunin hefur sakað yfirvöld í Ungverjalandi um að hafa lagt stein í götu hennar með sérstökum skatti sem lagður er á stofnanir sem fjármagnaðar eru af erlendum félagasamtökum. Þá hefur stofnunin jafnframt ásakað yfirvöld um að njósna um starfsmenn sína og að leyniþjónustunni hafi verið falið það verkefni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla