Site icon Útvarp Saga

Hefði viljað sjá kröftugri mótmæli af hálfu Vinstri grænna við auknum hernaðarumsvifum á Íslandi

Stefán Pálsson sagnfræðingur og stjórnarmaður í Samtökum hernaðarandstæðinga

Frá því Bandaríkjaher hætti hér formlegri hersetu höfðu þeir þó enn áhuga á að vera hér með herlið, og hafa stefnt að því lengi að koma hér aftur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Stefáns Pálssonar sagnfræðings og stjórnarmanns í Samtökum hernaðarandstæðinga í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Stefán segir að óskastaða bandaríkjamanna þegar herinn yfirgaf landið hafi verið að þeir gætu verið með inngrip hér á landi og framkvæmt slíkt inngrip með skömmum fyrirvara

og hafa af því lágmarkskostnað þess á milli, þetta hugnaðist ráðamönnum hér ekki á þeim tíma, viðræðurnar fóru í hnút og herstöðinni var lokað, en nú á undanförnum árum hafa bandaríkjamenn verið að koma sér í þessa stöðu sem þeir vildu á þeim tíma, hafa hér sjálfdæmi hvaða starfsemi þeim þóknaðist að reka hér“ segir Stefán.

Þá finnst Stefáni viðbrögð yfirvalda hér á landi og þá sér í lagi Vinstri grænna heldur fáleg

ég hefði viljað sjá hér kröftugri mótmæli„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/file/síðdegi-25.7.19.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla