Site icon Útvarp Saga

Stofna Félag frjálslyndra háskólanema

Magdalena Anna Torfadóttir og Davíð Snær Jónsson háskólanemar.

Háskólanemar vinna þessa dagana að stofnun Félags frjálslyndra Háskólanema. Magdalena Anna Torfadóttir og Davíð Snær Jónsson voru gestir í þætti Guðmundar Franklín Jónssonar í dag þar sem þau sögðu hlustendum frá félaginu og tilgangi þess “ það er mikill meirihluti háskólanema frelsisþenkjando og því er þörf á slíkum félagsskap og við finnum fyrir stuðningi við þetta, þetta verður vettvangur fyrir frjálslynda háskólanema þar sem þeir geta unnið að sínum frjálslyndu hugmyndum, og komið þeim á framfæri„. Þá segja þau að þau vilji opna augu fólk um að ekki sé endalaust að læðast í peningageymslur ríkisins þegar redda þarf málum “ ef við horfum til dæmis á frumvarp menntamálaráðherra um styrki til fjölmiðla, sem er galin hugmynd, þegar nærtækast væri að leysa þetta með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/guðmundur-og-co-a-13.2.19.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla