Site icon Útvarp Saga

Stokkað upp í samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga

Stokkað verður upp í samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga og fulltrúum fækkað um nærri helming. Upphaflega var lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hefur fulltrúum fjölgaði í 13. Nú hefur hins vegar verið ákveðið fækka þeim að nýju og verður kallað eftir nýjum tilnefningum á næstu dögum. Fram kemur í tilkynningu að tryggt verði að störf hópsins endurspegli áform búvörulaga um „aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni.“ Þá segir í tilkynningunni að samráðshópnum verði sett erindisbréf sem taki mið af þeim umræðum sem fram fóru á Alþingi þegar gildandi búvörulög voru samþykkt og þeim áherslum sem fram komi í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla