Site icon Útvarp Saga

Telur að her á vegum ESB geti ógnað öryggishagsmunum Noregs

Erna Solberg forsætisráðherra Noregs

Erna Solberg forsætisráðherra Noregs telur að með stofnun hers á vegum Evrópusambandsins geti öryggishagsmunir Noregs skerst verulega. Erna segir að stofnun hersins geri NATO erfitt fyrir og ógni þar með öryggi landsins þar sem Noregur treysti á varnarsamstarfið við NATO „Það er mikilvægt fyrir ríki sem ekki eru innan  ESB að NATÓ verði áfram vettvangur varnamálaumræðunnar. Við höfum kosið að vera utan við ESB, þótt við tökum þátt í öryggismálum Evrópu, svo það er eðlilegt fyrir Noreg að vilja að NATO sé megin vettvangur öryggismála sem Noregur tekur þátt í svo lengi sem Noregur sé fyrir utan ESB„segir Erna. Hún segist hafa áhyggjur af því að ESB herinn kunni að draga úr þeim áhrifum sem norðmenn hafa innan NATO “ ESB sem kemur með tilbúinn samning gerir NATO erfiðara um vik og þar með verður erfiðara fyrir okkur að hafa áhrif. Við myndum þá þurfa að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir innan ESB þar sem umræðan hefði þegar átt sér stað„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla