Site icon Útvarp Saga

Telur ríkisstjórn Katrínar ekki líklega til stórra afreka

Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verður ekki líkleg til stórra afreka á kjörtímabilinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorvaldar Þorvaldssonar formanns Alþýðufylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Þorvaldur segir að sem dæmi muni fátt verða gert í stjórnartíð Katrínar sem muni koma þeim vel sem bera minnst úr býtum fjárhagslega í samfélaginu „ fátækum mun fjölga, eða að minnsta kosti verða þeir sem fátækir eru mun fátækari„,segir Þorvaldur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-a-29.11.17.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla