Site icon Útvarp Saga

„Þegar mál eru illa unnin verður niðurstaðan vond“

Jón Þór Þorvaldsson varaþingmaður Miðflokksins.

Jón Þór Þorvaldsson varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir harðlega að fyrirhuguð undirritun Íslands á viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um breytingar á réttindum og skilgreiningu flóttamanna hafi ekki verið rædd á Alþingi svo neinu nemi. Jón var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær ásamt Valdimari Jóhannessyni fyrrverandi blaðamanni þar sem hann ræddi um viljayfirlýsinguna “ nú hef ég komið út fyrir Ártúnsbrekkuna og kynnt mér málin í öðrum löndum og það sem oftast verður stjórnvöldum fjötur um fót er að þegar mál eru unnin illa þá verður niðurstaðan vond, og það gildir í þessu máli alveg eins og öðrum„,segir Jón Þór. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-7.12.18.mp3?_=1

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla