Site icon Útvarp Saga

Þingflokkur Pírata segir stuðning Íslands við árásir á Sýrland óásættanlegan

Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þingflokkurinn fordæmir árásina sem framkvæmd var í Sýrlandi um helgina, auk þess sem aðkoma Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að málinu er fordæmd sem hafi brugðist skyldu sinni sem verndari friðar og öryggis á heimsvísu “ Ráðið er ófært um að beita raunverulegum og lögmætum úrræðum í deilunni vegna neitunarvaldsins, sem er ólíðandi ástand með öllu.  Það er skammarlegt að heimsfriður skuli enn velta á því, hvort leiðtogar einstakra stórvelda séu tilbúnir að leggja eigin metnað og kappsemi gagnvart öðrum stórveldum til hliðar“ segir í yfirlýsingunni. Þá beinir þingflokkurinn spjótum sínum að íslenskum stjórnvöldum sem hafi með óásættanlegum hætti lýst stuðningi sínum við hernaðaraðgerðirnar “ Að mati þingflokks Pírata er óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands lýsi yfir stuðningi sínum við árásir sem ógna öryggi almennra borgara á svæðinu og hamla rannsókn alþjóðlega viðurkenndra eftirlitsaðila á efnavopnaárásinni. Friðsamlegar og löglegar lausnir eru óreyndar og afstaða meints friðelskandi ríkis ætti ávallt að vera að fyrst skuli reyna þær til þrautar áður en gripið er til hernaðaraðgerða„,segir í yfirlýsingu þingflokksins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla