Site icon Útvarp Saga

Þjóðaröryggisstefnan víðtæk og nær til fjölmargra þátta

Katrín Jakobsdóttir þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra.

Þjóðaröryggisstefna Íslands hefur breiða skírskotun og nær inn á flest þau svið sem gætu ógnað öryggi þjóðarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur þingmanni Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Katrín sem á sæti í hinu nýstofnaða þjóðaröryggisráði Íslands útskýrði fyrir hlustendum í þættinum hvað fælist í þjóðaröryggisstefnunni “ hún er auðvitað ansi víðtæk og snýst auðvitað um það sem við getum kallað þessi hefðbundnu varnarmál, sem tengjast þá hernaðarógnum, hryðjuverkaógn, en hún nær líka til miklu fleiri þátta, hún nær til dæmis til umhverfisógna, við erum auðvitað stödd hér á norðurslóðum, mjög viðkvæmu svæði þar sem núna er að færast að mikil pólitísk athygli og aukinn viðbúnaður og það getur haft í för með sér ógn fyrir umhverfið„,segir Katrín. Þá bendir Katrín á að undir stefnuna falli einnig netöryggismál, fjármálaöryggi, náttúruhamfarir og fleira.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-a-23.5.17.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla